Almennir skilmálar
Fyrirtækið tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum eða röngum upplýsingum sem birtar eru á vefsvæði nautn.is. Þá eru meðtalin verð og vörulýsingar. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Öll verð sem birtast í netverslun og markaðsefni fyrirtækisins innihalda virðisaukaskatt (VSK) sem getur verið 11% eða 24%.
Þú ert vinsamlegast beðinn um að skoða ekki eða nota vefsíðuna ef þú samþykkir ekki þessa skilmála.
Trúnaður og notkun á persónuupplýsingum
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum að undanskildum upplýsingum fyrir flutningsaðila til að koma vörum til kaupanda.
Sendingar úr kerfi netverslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir netverslunarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum. Sjá nánar um persónuverndarstefnu.
Afhending og afgreiðsla vöru
Fyrirtækið áskilur sér einn virkan dag til að afgreiða pöntun og koma til flutningsaðila. Ef vara er uppseld getur afgreiðslutími verið allt að 10 virkir dagar. Sjái fyrirtækið fram á að afgreiðslutími standist ekki verður haft samband við viðkomandi viðskiptavin.
Pöntun sem berst fyrir klukkan 16:00 virka daga er tilbúin til afhendingar viðtakanda á höfuðborgarsvæðinu eftir kl. 17:00 næsta virka dag og viðtakanda á landsbyggðinni á öðrum virka degi frá því að pöntun er gerð.
Afhending vöru fer einungis fram með póstsendingu og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þess flutningsaðila sem valinn er í pantana ferlinu. Sjá nánar á vefsíðu þess flutningsaðila. Fyrirtækið ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Skilaréttur og endurgreiðslur
Almennur skilaréttur á vörum eru 30 dagar gegn framvísun greiðslukvittun. Aðeins er tekið við vörum í upprunalegu ástandi, þ.e. í óopnuðum umbúðum og í sama ásigkomulagi og þær voru sendar til kaupanda. Endurgreiðsla, að frátöldum sendingarkostnaði, er á sama hátt og viðskiptavinur greiddi fyrir vöru og er því aðeins gerð með bakfærslu á greiðslukort eða millifærslu á bankareikning viðskiptavinar.
Ítarlegri upplýsingar um skilarétt má sjá á þessari síðu hér
Öryggi
Rekstraraðili vefsins leggur sig fram við að gæta fyllsta öryggis viðskipta í gegnum vefsvæðið nautn.is. Allar greiðslur með greiðslukortum eða öðrum greiðsluleiðum fara í gegnum örugga greiðslugátt þess fyrirtækis sem valið er í greiðsluferlinu.
Viðskiptavinur skal gæta þess að vera ekki á opnum þráðlausum netum á almenningsstöðum þegar viðskipti eiga sér stað til að varðveita persónu- og greiðsluupplýsingar.
Notkun á síðunni
Ekki er heimilt að keyra eða nota nein forrit eða nýta aðrar aðferðir til að reyna að afrita síðuna, fylgjast með, nálgast upplýsingar frá eða stjórna vefsíðunni. Notandi samþykkir að nota vefinn með þeim hætti sem hann er ætlaður til. Ef grunur leikur á að notandi fari ekki eftir ofangreindum skilmálum, leyfum við okkur að loka fyrir aðgang viðkomandi að vefsíðunni.
Takmörkun á ábyrgð
Rekstraraðili nautn.is ber ekki ábyrgð á vankvæðum sem geta orsakast vegna bilana í tölvubúnaði sem vefsvæðið tengist eða notast við sem getur valdið því að vefsíðan virkar ekki sem skyldi. Einnig er ekki tekin ábyrgð á vankvæðum sem getað orsakast vegna tölvubúnaðar sem notandi notar þegar viðkomandi tengist vefsvæðinu. Ekki er tekin ábyrgð á vandamálum vegna rangra upplýsinga sem notandi gefur upp.
Höfundarréttur og vörumerki
Innihald síðunnar, myndir, merki, ljósmyndir, grafík, hugbúnaður og textar eru í eigu rekstraraðila nautn.is eða í notkun samkvæmt leyfi frá fyrirtækjum sem rekstraraðili er í viðskiptum við. Leyfilegt er að sækja eða prenta út upplýsingar af síðunni til einkanota en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Upplýsingar sem eru birtar á síðunni geta breyst án fyrirvara.
Varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmálana skal það rekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Upplýsingar um rekstraraðila nautn.is
Nafn | 740 ehf. |
Heimilisfang | Austurkór 100 |
Netfang | hallo@nautn.is |
Kennitala | 440124-0380 |
VSK númer | 152125 |
Síðast uppfært, 5. október 2024
Sjá einnig upplýsingar um persónuverndarstefnu
Sjá einnig upplýsingar um vefkökur