Hversu oft í forleik eða kynlífi hefur þú hugsað nei ekki þarna, ekki svona hratt, gerðu harðar en hefur ekki haft orð af því? Hversu miklu betra og skemmtilegra væri kynlífið ef þér væri sagt hvað bólfélaginn vildi frá þér eða vildi gera við þig?
Samkvæmt rannsóknum hefur það sýnt sig að betri kynferðisleg samskipti eru greinilega tengd meiri kynferðislegri ánægju sem leiðir til færri uppgerðra fullnæginga. Og það er ekki bara gagnlegt fyrir kynlífið hjá þér því það eykur líka nánd í sambandinu þegar samskipti eru opin um kynlíf.
Núna vitum við að kynferðisleg samskipti eru góð fyrir þig en hvernig byrjar þú þau? Það getur verið stressandi að byrja þannig að eru nokkrar hugmyndir um hvernig á að byrja að opna á kynferðisleg samtöl (og verða virkilega kynferðislega æst í því ferli).
Sexting
Ef þú ert kvíðin fyrir því að byrja að tala í eigin persónu um það sem þú vilt gætu textaskilaboð verið heppileg byrjun og til að byggja upp spennu. Sendu ögrandi og klúrin skilaboð af handahófi þegar þú ert í burtu frá elskhuganum.
Móttakandi skilaboðanna býst án efa ekki við slíkum skilaboðum og munu koma þægilega á óvart. Eftirvæntingin eftir að hitta þig verður mikil kveikja að kynferðislegri löngun. Það að senda textaskilaboð mun einnig fjarlægja fyrstu vandræðalegu tilfinningarnar sem þú gætir haft.
Segðu frá því sem æsir þig mest
Setjist niður saman og talið um hvað þið viljið gera hvort við annað. Engin snerting, aðeins tala um hvað þið viljið. Þú gætir fundið út eitthvað sem þú vissir ekki um maka þinn þegar þið fáið að vita hvað kveikir í hvort öðru. Bara það að tala um það sem ykkur langar og líkar við mun æsa ykkur kynferðislega.
Spurðu hvort það sem þú gerir er gott
Spurðu spurninga þegar þú ert að leika við elskhugann. Er þetta gott? Viltu að ég haldi áfram? Hvað annað finnst þér gott? Því fleiri spurningar því betra. Það er ekkert betra en tillitssamur elskhugi og það fjarlægir allar óþægilegar innri hugsanir – haltu áfram að eiga góð samskipti. Að auki er engin rétt eða röng leið til að gera þetta. Segðu bara það sem þér finnst rétt.
Segðu hvernig það er
Samskiptin þurfa að vera í báðar áttir. Ef þú vilt eitthvað á öðrum hraða eða færa yfir á annað svæði þarftu að segja það. Gakktu úr skugga um að þú látir vita það sem er gert er gott, hvatning er líka það sem kveikir í kynörvun.
Samskipti eftir á
Mér líkaði mjög vel þegar þú gerðir þetta, það fannst mér alveg ótrúlegt. Frábær leið til skilja ánægju hvers annars betur.
Það er stórt skref að vera opinn og heiðarlegur elskhugi sem getur verið mikil hindrun að takast á við. Til að skilja hvert annað betur og bæta kynlífið er það í raun eina leiðin. Komdu á framfæri þinni leið til betra kynlífs, þú sérð ekki eftir því.
– Íslenskað blog frá Je Joue