Kanínudögum lýkur eftir
Kanínutitrarar á tilboði
Daga
Tíma
Mínútur
Sekúndur
20% AFSLÁTTUR
Takmarkað magn eftir!

Mataræði sem getur aukið kynhvötina hjá þér

Mataræði getur aukið kynhvötina hjá þér.
Heilbrigð kynhvöt tengist því að vera bæði líkamlega og tilfinningalega heilbrigð. Rétt eins og kynhvötin verður fyrir áhrifum af svefni og hreyfingu ætti það ekki að koma á óvart að mataræði sem þú borðar gegnir einnig mikilvægu hlutverki. Ekki aðeins mun það að borða réttan mat halda þér líkamlega sterkum og viðhalda andlegu jafnvægi heldur geta ákveðin matvæli aukið kynhvötina hjá þér. Það getur bætt kynhvötina að bæta við mataræðið matvælum sem teljast örvandi fyrir kynhvötina með því að bæta blóðflæði og hjartaheilsu ásamt auka þolið hjá þér.

Mataræði sem er ríkt af mögru próteini, grænmeti og fæðu sem er lítið í sykri og mettaðri fitu getur hjálpað til við að koma í veg fyrir truflanir sem draga úr kynhvötinni eins og hormónasjúkdómum og efnaskiptaheilkenni. Til að viðhalda þér og virkja þig kynferðislega skaltu borða þessa fæðu til að auka kynhvötina hjá þér og almenna heilsu í leiðinni.

Magurt kjöt

Að neyta ákveðins magurs kjöts og annarra matvæla sem innihalda mikið af amínósýrum hjálpar til við að bæta kynlíf þitt. Nautakjöt, kjúklingur og svínakjöt innihalda mikið prótein og karnitín, L-arginín og sinksambönd. Efnasamböndin, amínósýrurnar og próteinin halda blóðflæðinu góðu, sem skiptir sköpum fyrir kynferðisleg svörun hjá bæði konum og körlum. Hafðu í huga að of mikið af því góða er of mikið og of mikið kjöt getur aukið hættuna á hjartasjúkdómum.

Hnetur og fræ

Prófaðu að borða handfylli af fræjum og hnetum í stað þess að sökkva þér í nammi og sætindi. Möndlur og kasjúhnetur eru hlaðnar sinki og L-arginíni sem eykur blóðflæðið. Aðrar hnetur og fræ sem auka kynhvötin hjá þér og bæta í leiðinni trefjaneysluna eru:

  • Graskersfræ
  • Valhnetur (einnig pakkaðar með omega-3)
  • Sólblómafræ
  • Heslihnetur
  • Pekanhnetur
  • Jarðhnetur

Grænmeti ríkt af næringarefnum sem auka kynhvötina

Grænmeti er ríkt af næringarefnum og er nauðsynlegt fyrir hvaða heilbrigt mataræði sem er. Í grænmeti eru einnig næringarefni sem örva kynhvötina. Veldu grænmeti og rætur sem innihalda mikið af nítrötum til að stækka æðarnar og bæta blóðflæðið. Nítröt úr fæðu eru einnig gagnleg fyrir vöðvasamdrátt, sem hjálpar til við kynferðislega örvun og ánægju. Rauðrófusafi er með þeim ríkustu af þessum kynhvöt-örvandi nítrötum og vítamínum. Hér er annað grænmeti til að bæta við mataræðið til að auka kynörvun.

  • Radísur
  • Spínat
  • Salat
  • Sellerí
  • Rucola

Þú ert það sem þú borðar, mataræði skiptir máli

Þegar kemur að kynheilbrigði og almennri heilsu ertu það sem þú borðar. Reyndu að forðast unnar matvörur og íhugaðu að bæta við þessum matvælum sem eru rík af vítamínum og næringarefnum til að hjálpa þér að komast aftur á réttan kjöl kynferðislega og líða sem best.

-Íslenskað blog frá Morgasm

Meira spennandi til að lesa