Það eru ekki allir titrarar gerðir eins – Bestur titringur er ekki sá kröftugasti
Fyrir utan augljósu og sýnilegu atriðin eins og lögun, litir, efni o.s.frv. hafa titrarar þar að auki falinn himneskan hlut sem fær þá til að titra, mótorinn í þeim. Ekki eru allir mótorar eins hvað varðar afköst og eru þeir mjög oft bornir saman út frá hraða. Það er í raun alls ekki gagnlegur samanburður. Meðal margra eiginleika er tíðni mótorsins, mikilvægur þáttur í að skapa mestan örvandi titring. Því dýpri sem titringurinn er, því ríkari er tilfinningin.
Það getur verið vandasamt ferli að velja titrara. Einn mjög villandi þáttur er styrkur titringsins. Margir framleiðendur titrara er mikið kappsmál um baráttu hraða mótorsins (gefinn upp í snúningum á mínútu) á meðan mikilvægast er tilfærslan sem myndast af titringnum í líkamanum.
Í raun er styrkur/hraði ekki eins mikilvægur og hversu djúpt titringurinn nær inn í líkamann. Þegar sterkur titringur er yfirborðslegur skapar hann annað hvort dofa eða pirrandi tilfinningu.
Djúpur en samt öflugur titringur dreifist niður í mismunandi taugastig og skapar þannig sterka og óviðjafnanlega tilfinningu.
Líkaminn hefur sérstaka taugaenda fyrir titring
Líkaminn hefur almennt mjög sérhæfða móttöku fyrir mismunandi skynjun á borð við þrýsting, hitastig, hreyfingu og titring. Kynfærasvæðin, sérstaklega snípurinn, hafa margvíslega vélræna viðtaka, e. mechanoreceptors.
90% af taugaendum snípsins eru innvortis
Snípurinn er fjársjóður og eru verðmætustu gimsteinar hans grafnir djúpt í líkamanum. Til að ná til flestra tauga snípsins (90% af 8000) ætti titringurinn frekar að vera djúpur en grunnur sem næst með lágtíðni titringi frekar en hátíðni.
Til að örva G-blettinn þarf bæði titring og þrýsting
Margir notendur segja að titringur sé ekki nauðsyn þegar kemur að því að örva G-blettinn. Þess vegna sameina margir þeirra einfaldan bogadreginn titrara og örvun fyrir snípinn. Notendur segja einnig að titringurinn við innri örvun finnist ekki eins mikill og við ytri örvun.
Hátíðni titringur leiðir til „aukningar á krafti“
Ein algengasta kvörtunin um titring er sú að hann hætti að hafa jákvæð áhrif eftir einhvern tíma.
Reyndar, hátíðni titringur sem tengist miklum hraða oförva sömu taugarnar og hafa tilhneigingu til að framkalla dofa tilfinningu.
Mjög algeng lausn til að minnka þessi áhrif er að velja öflugri titrara. Því er þetta oft svona, þú byrjar að kaupa mjög fyrirferðarlítinn titrara og þú endar á því að vera að nota risastóran nuddsprota sem þarf að stinga í samband við rafmagn.
Je Joue hafa alla tíð verið staðráðin í að skapa falleg og vel mótuð kynlífstæki sem eru með djúpan og dynjandi titring. Hönnun sem hvetur fólk til að kanna nýjan heim af nánd og endalausra möguleika svo kynlífið verði enn skemmtilegra og betra.
– Íslenskað blog frá Je Joue