Þó að flestir í rómantískum samböndum geri sér grein fyrir mikilvægi þess að muna afmæli maka síns og sambandsafmæli, gleyma margir hvað heilbrigt kynlíf gerir mikið fyrir sambandið.
Sumir halda að vandamál með minnkandi kynhvöt og minnkandi kynlíf með maka sínum séu hlutir sem eðlilega dvína með tímanum. Í raun og veru þarftu að leggja hart að þér til að viðhalda heilbrigðu kynlífi ef þú vilt halda sambandi þínu sterku. Hér fyrir neðan kemstu að því hvers vegna það er svo mikilvægt fyrir sambandið að viðhalda heilbrigðu kynlífi.
Hin fullkomna tjáning ástarinnar
Alltaf þegar þú stundar kynlíf með maka þínum losnar um hormón eins og oxytósín í líkamanum. Taugaboðefni sem kallast dópamín losnar einnig við kynlíf. Samsetning þessa hormóns og taugaboðefnis gerir þér kleift að vera nánari maka þínum. Eftir kynlíf finna flestir til mikillar hamingju og treysta maka sínum. Ef þú vilt viðhalda þessum frábæru tilfinningum í sambandi þínu, þá þarftu að gera þér grein fyrir hversu mikilvægt heilbrigt kynlíf er.
Sambönd sem skortir líkamlega ástúð og kynferðislega löngun hafa tilhneigingu til að flosna upp. Ef þér líður eins og lítilli kynhvöt sé um að kenna að þú viljir ekki kynlíf er kominn tími til að laga það. Ein besta leiðin til að auka löngun þína til að stunda kynlíf er með því að prófa Morgasm sleipiefni. Sleipiefni sem sameina meðal annars CBD og L-Arginine sem eykur örvun og ánægju sem þú og maki þinn munuð elska.
Heilbrigt kynlíf getur aukið ónæmiskerfið þitt
Kynlíf veitir bæði líkamlegan og andlegan ávinning. En vissir þú að það að vera rómantísk(ur) með maka þínum getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið? Að vera kynferðislega virkur hjálpar til við að hækka fjölda mótefna í kerfinu þínu.
Þessi mótefni bera ábyrgð á að berjast gegn sýklum og fjölda af öðrum veirum. Svo næst þegar maki þinn virðist hikandi við að stunda kynlíf skaltu láta hann vita að það getur hjálpað honum að halda líkamanum heilbrigðum.
Gerðu tenginguna þína fyrir utan svefnherbergið sterkari
Þú getur eðlilega ekki byggt allt sambandið á kynlífi. Hins vegar getur heilbrigt kynlíf einnig hjálpað þér að koma á betri nánd við maka þinn fyrir utan svefnherbergið. Ef þú og maki þinn stunda kynlíf reglulega koma athafnir eins og að ganga hönd í hönd, kúra, knús og kossar af sjálfu sér.
Helst viltu grípa hvert tækifæri til að eyða rómantískum tíma með maka þínum. Að fara á vikulegt stefnumótakvöld er frábær leið til að viðhalda neistanum. Í lok stefnumótakvöldsins geturðu fært þig inn í svefnherbergið, eða aðrar staðsetningar, og tjáð hvort öðru ást ykkar líkamlega.
Eins og þú sérð er það afar mikilvægt að viðhalda kynferðislegri spennu og nánd í sambandi ykkar. Ef þú ert að leita að leiðum til að krydda hlutina í svefnherberginu er kominn tími til að prófa Morgasm kynörvandi sleipiefni.
-Íslenskað blog frá Morgasm