Kanínudögum lýkur eftir
Kanínutitrarar á tilboði
Daga
Tíma
Mínútur
Sekúndur
20% AFSLÁTTUR
Takmarkað magn eftir!

Kynferðisleg ánægja aukin með náttúrulegum leiðum

Kynferðisleg ánægja
Hvernig leggst það í þig að bæta eða „krydda“ kynlífið hjá þér? Það er ýmislegt sem þú getur gert til þess að kynferðisleg ánægja eflist án mikillar fyrirhafnar. Þó að það geti verið gagnlegt að bæta við kynlífstækjum sem og vörum sem innihalda CBD og örvandi innihaldsefnum eru aðrar náttúrulegar leiðir til að bæta hlutina í svefnherberginu. Hérna förum við í nokkur atriði.

Borða ákveðna ávexti

Þó að það sé ekki til mikið af gögnum sem styðja hversu áhrifarík sum matvæli eru þá sakar ekki að prófa og sjá hvort eitthvað af þessu virkar fyrir þig. Sum matvæli eru talin auka kynhvötina eins og til dæmis avókadó, bananar og fíkjur. Hver þessara fæðutegunda veitir einnig mikilvæg steinefni og vítamín sem geta hjálpa til við að auka blóðflæði í kynfærum og það hjálpar til við að stuðla að heilbrigðara kynlífi.

Borða meira súkkulaði

Í aldana rás hefur súkkulaði verið notað til að tákna löngun. Þetta er ekki aðeins vegna þess hversu ljúffengt er að borða það heldur hvernig kynferðisleg ánægja getur orðið betri og ánægja hjá körlum og konum aukist. Samkvæmt rannsóknum hjálpar það losun á serótónín og fenetýlamín í líkamanum. Þetta suðlar að aukinni hamingju og vellíðan. Þó að þetta sé satt var rannsókn gerð árið 2006 sem sýnir að áhrif súkkulaðis á kynlöngun einstaklings eru líklega meira sálrænt en líffræðileg.

Notaðu réttu jurtirnar á hverjum degi

Í hvert skipti sem þú ferð út að borða rómantískan kvöldverð eða ætlar að borða með maka þínum skaltu íhuga að vera með hvítlauk eða basilíku í réttinum þínum. Lyktin sem basilíkan framleiðir hjálpar til við að örva skynfærin á meðan hvítlaukur er fullur af allicíni sem hjálpar til við að auka blóðflæði. Það eru nokkrar fullyrðingar um að áhrifin sem þetta hafi geti hjálpað körlum með Erectile Dysfunction eða ristruflunum og þar af leiðandi aukin kynferðisleg ánægja.

Önnur jurt sem þú gætir viljað bæta við venjuna þína er Ginkgo Biloba. Það getur verið gagnlegt þegar kemur að depurð af völdum kynlífsvandamála hjá körlum.

Finndu leiðir til að auka sjálfstraust þitt

Hvernig þér líður með líkama þinn hefur áhrif á hvernig þér líður og kynferðisleg ánægja tengist líðan þegar þú stundar kynlíf. Ef þú borðar óhollt mataræði og hreyfir þig ekki getur verið að þú hafir ekki góða sjálfsmynd. Þessir hlutir geta verið letjandi þegar kemur að kynlífinu. Það er hægt að auka kynhvöt þína og sjálfsálit ef þú færir fókusinn frá göllum þínum og yfir á eiginleika þína. Þú getur líka reynt að einbeita þér að ánægjunni sem þú upplifir á meðan þú stundar kynlíf.

Kynferðisleg ánægja með réttum vörum

Það eru til ótal vörur í dag sem hægt er að nota til að bæta og efla kynlífið hjá þér. Nú er góður tími til að kanna og læra meira um hvað er í boði. Þegar þú prófar mismunandi vörur hjálpar það þér að finna það sem hentar þér best. Jafnframt eflir það sjálfstraust í kynlífi. Þú ættir líka að íhuga kynörvandi efni sem innihalda CBD, sem veita þeim sem nota slíkt betri kynlífsupplifun og annan heilsufarslegan ávinning.

-Íslenskað blog frá Morgasm

Meira spennandi til að lesa