Kanínudögum lýkur eftir
Kanínutitrarar á tilboði
Daga
Tíma
Mínútur
Sekúndur
20% AFSLÁTTUR
Takmarkað magn eftir!

Sameiginleg sjálfsfróun, helstu kostir

Sameiginleg sjálfsfróun, helstu kostir
Þegar hugsað er um sjálfsfróun kemur sjaldnast upp í hugann sameiginleg sjálfsfróun. Flestir sjá fyrir sér einleik, þar sem einstaklingur nýtur sjálf síns í einrúmi. Hins vegar getur sjálfsfróun verið sameiginleg upplifun einstaklinga.

Sameiginleg sjálfsfróun er þegar einhver stundar sjálfsfróun með öðrum einstaklingi. Næstum allir hafa líklega stundað sameiginlega sjálfsfróun að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Margir  á sínum fyrstu skrefum sínum í kynferðislegri uppgötvun.

Oft gleymist sjálfsfróun þegar kemur að sameiginlegri kynferðislegri ánægju þar sem það er oftast tengt sem skref í átt að kynlífi frekar en eitthvað sem getur verið skemmtilegt eitt og sér. Hins vegar getur sameiginleg sjálfsfróun vakið sterka kynferðislega tilfinningu um allan líkamann og þannig brotið upp hringekju endurtekninga og stöðnunar sem mörg pör upplifa sig föst í.

Hvað er sameiginleg sjálfsfróun?

Það frábæra við sameiginlega sjálfsfróun er að það geta verið nokkrar leiðir til að prófa slíkt. Ef þú finnur fyrir stressi eða vilt tengjast makanum í fjarsambandi er hægt að stunda sjálfsfróun í gegnum síma og myndsímtal. Mikilvægt er að gæta fyllsta trúnaðar og trausts beggja aðila.

Þegar það er gert í eigin persónu getur það verið margskonar. Ekki er þörf á gagnkvæmri snertingu, frekar gæti það falið í sér að annar aðilinn fróar sér og hinn horfir á eða báðir fróa sjálfum sér við hlið hvors annars.

Það er engin þörf fyrir ykkur að snerta líkama hvors annars í hverri sameiginlegri sjálfsfróun. Sjálfsfróun snýst meira um að deila reynslunni og tengjast og vera til staðar hvort fyrir annað frekar en að snerta líkama hvors annars.

Hver er ávinningurinn af sameiginleg sjálfsfróun?

Það eru margir kostir við sameiginlega sjálfsfróun sem getur meðal annars hjálpað við að styrkja sambönd og á sama tíma að taka þátt saman í ótrúlegri kynferðislegri ánægju og upplifun.

Styttir tímann í fullnægingu

Sjálfsfróun er frábær leið til að kanna kynlíf án samfara. Með því að taka einbeitinguna frá samförum nærðu að uppgötva líkama þinn og maka með tilfinningalegri örvun þar sem áhersla er á mismunandi kynörvandi svæði.

Þegar við prófum kynlíf án samfara, eins og sameiginleg sjálfsfróun, getur það ekki aðeins kennt okkur á nýjar unaðslegar tilfinningar sem við vissum ekki af heldur gert okkur sjálfsöruggari, sterkari í hvatvísi og á sama tíma stytt tímann sem það tekur að fá fullnægingu.

Leyfðu þér núvitund

Fyrir hvers kyns kynlíf er nauðsynleg að setja sig í núvitund þegar kemur að því að upplifa kynferðislega ánægju. Í einfaldri útskýringu má segja að núvitund þýði að þú getur slakað á og sleppt takinu af daglega amstrinu, lagt til hliðar áhyggjur á meðan þú ert í návist annars. Það getur hjálpað þér að róa taugakerfið sem er nauðsynlegt þegar kemur að því að leyfa þér að sleppa tökunum og njóta kynferðislegrar ánægju og fullnægingar.

Sameiginleg sjálfsfróun gerir þér kleift að slaka á og taka þér þinn tíma ef þú vilt, án þess að þurfa að einblína á fullnægingu og samfarir. Þú ert færari um að prófa önnur svæði líkamans og gefa þér tíma til að sjá og tala um mörk og samþykki þegar kemur að ýmsum gerðum af örvun.

Frábært fyrir athygli og áhorf

Ef þú æsist við það að horfa á aðra njóta sjálfs síns getur sameiginleg sjálfsfróun hjálpað til við að auka örvun þar sem þú getur horft á maka þinn leika við sjálfan sig. Það getur líka verið frábært fyrir þá aðila sem njóta þess að vera með athyglina og æsast við það vera með kynörvandi flugeldasýningu fyrir maka sinn.

Ef annar aðilinn nýtur þess að horfa en hinn aðilinn er stressaður eða feiminn gæti þeim fundist betra þegar bundið er fyrir augun meðan á upplifuninni stendur. Þetta getur meira að segja aukið næmnina og með tímanum losað um feimnina. Eins og alltaf er lykilatriði að tala um mörk.

Lærðu meira um hvað makanum líkar og mislíkar

Sameiginleg sjálfsfróun er ein leið til að sýna maka þínum hvernig, hvar og hvers konar örvun virkar fyrir þig. Þú getur annað hvort sýnt hvaða örvun þú nýtur eða jafnvel beint höndum þeirra eða unaðstækjum að svæðum sem þú nýtur þess að fá örvun á. Þetta getur hjálpað báðum að efla enn frekar kynferðislega nautn og getur jafnvel auðveldað að ná fullnægingu.

Þegar það kemur að því að bæta við kynlífsleikföngum í sambandið er upplagt að bæta þeim inn hér. Það getur hjálpað ykkur báðum að læra hvernig kynlífsleikföngin virka sem og að læra hvernig þið njótið mismunandi tækja og stillingar.

Sjálfsfróun er ótrúleg leið til að tengjast makanum dýpra

Það skiptir ekki máli hvort þú upplifir sameiginlega sjálfsfróun í eigin persónu eða í fjarsambandi því sjálfsfróun getur hjálpað þér að tengjast maka þínum meira og innilegra. Þegar það er gert í fjarsambandi getur það bæði hjálpað þér að læra nýjar leiðir til að eiga samskipti og læra á langanir hvors annars.

Þegar sameiginleg sjálfsfróun er stunduð krefst það einnig samskipta, bæði munnlegra og líkamlegra. Með því að einbeita þér sem einstaklingur að tilfinningunum getur það hjálpað þér að læra að vera skilningsríkur fyrir því hvað makanum líkar og mislíkar.

Sjálfsfróun með maka getur einnig byggt upp jákvæð tengsl og losað vellíðunar hormón í heilanum og auðveldað þér að rifja upp ánægjulegar stundir og meira að segja hjálpað til við að efla og losa um fantasíur fyrir framtíðar kynlíf. Heilbrigt kynlíf er mikilvægt fyrir sambandið.

Gerir kleift að kanna mismunandi stellingar

Sjálfsfróun getur gert þér kleift að kanna mismunandi stellingar ásamt prófa mismunandi hluta líkama hvors annars. Sameiginleg sjálfsfróun getur gert þér kleift að kanna stellingar sem eru ekki mögulegar í kynlífi og sumt af þessu getur verið minna erfitt og aðgengilegra.

Kannaðu kraft mismunandi hlutverka

Það frábæra við þessa sjálfsfróun er að þú getur kannað kraft mismunandi hlutverka meðan á henni stendur. Prófaðu að hvísla að maka þínum mismunandi sjálfsfróunaraðferðum sem þú nýtur til að framkvæma á þér eða leyfðu makanum að taka stjórnina og koma þér á óvart með mismunandi upplifun.

Mundu eftir forleik

Margir halda að sjálfsfróun sé aðeins forleikur en í raun er forleikur hvers kyns athöfn sem kemur þér í kynferðislegt skap eða setur kynferðislega ánægju í gang. Vertu með herbergið þannig að þú og maki þinn náið að slaka á saman. Ákveðin tónlist, lykt af nuddkertum og mismunandi lýsing getur hjálpað þér að vekja upp örvun. Þegar þú stundar sameiginlega sjálfsfróun í fjarsambandi er mikilvægt að þú sért þar sem þér líður vel.

Helstu kostir sameiginlegrar sjálfsfróunar:

  • Hjálpar til við að viðhalda frumkvæði
  • Gerir þér kleift að vera í núvitund með maka
  • Hjálpar ykkur að fræða hvert annað um það sem þið njótið
  • Getur verið mikil kveikja fyrir þá sem eru fyrir það að horfa og/eða fyrir athygli
  • Leið til að tengjast nánar án samfara
  • Heldur ykkur tengdari
  • Getur verið minna þreytandi en samfarir
  • Getur dregið úr frammistöðukvíða
  • Gerir þér kleift að læra mörk líkama og örvunar og samþykki
  • Frábært fyrir fjarsamband eða sýndarkynlífsleik
  • Þarf ekki að taka á móti eða veita snertingu ef þú vilt ekki
  • Það er frábær leið til að prófa kynlífsleikföng saman
  • Gerir þér kleift að mynda náin tengsl með því að deila upplifuninni

Kynlífstæki til að prófa við sameiginlega sjálfsfróun:

G-bletta titrari

Þessi titrari getur verið frábær til að prófa á allan líkamann, ekki bara kynfærin heldur aðra hluta líkamans líka. Vegna stærðar sinnar er hann frábær til að prófa fyrir maka þinn ef hann vill prófa örvun með kynlífsleikfangi.

Stærð titrarans gerir innsetningu í kynfæri einfalda og dregur úr líkum á óþægindum sem geta komið fram með stærri kynlífsleikföngum. Kröftugur dynjandi mótorinn í titraranum er líka bónus. Einfalt er að stjórna hraða og mynstri titringsins með hnöppum sem auðvelt er að nota sem þýðir að þú getur bara farið beint í að nota titrarann.

– Íslenskað blog eftir Ness Cooper, Je Joue

Meira spennandi til að lesa